Hvað þarf til að ná árangri í viðskiptum? - AskEmbla

Hvað þarf til að ná árangri í viðskiptum? 7 „LEYNDARMÁL“ til að ná árangri!

Margir velta því fyrir sér hvers vegna sumir ná árangri í viðskiptum, já eða bara í lífinu almennt, og aðrir ekki.

Eru einhver leyndarmál?
Eru þau svona vel menntuð eða svona mikið gáfaðri og klárari en við?

Hvað verður til þess að þau ná árangri?

Ég er búinn að setja saman lista yfir nokkur af helstu „Leyndarmálunum“ eða lykil atriðunum að leið til árangurs.

 ⦁ Þú þarft að vera óhræddur við að taka áhættur.

Þetta er fyrsta og eitt mikilvægasta atriðið ef þú ætlar að ná árangri í einhverju. Ef þú ert ekki tilbúinn að gefa allt upp á bátinn og taka skrefið að hætta í 9-5 vinnunni þinni og jafnvel að leggja allt í lífinu þínu að veði til þess að láta drauma þína rætast, þá er þetta ekki fyrir þig.

Ekki vera hræddur við að taka skrefið. Viltu lifa drauma einhvers annars allt þitt líf eða viltu fara lifa þínum draumum?

 ⦁ Setja þér markmið.

Þú þarft að setja þér markmið.

Það getur verið rosalega misjafnt hvað fólk stefnir að, en þú þarft að byrja á að finna út hvað það er.

Eftir að þú hefur fundið út hvað það er, skrifaðu niður markmiðið.
Ekki bara skrifa niður markmiðin þín í viðskiptum, heldur í lífinu öllu. Hvernig ætlarðu að ná þessum markmiðum?
Skrifaðu niður hvernig þú ætlar að ná þeim.

Vaknaðu síðan á hverjum morgni og skrifaðu þessi markmið aftur og aftur og aftur. Þú færð algjöra þráhyggju fyrir markmiðunum og hugsar ekki um neitt annað.
Svona finnurðu út hvernig þú nærð þessum markmiðum. Vegna þess að það kemst ekkert annað að í hausnum á þér.

 ⦁ Fórnir

Þú þarft að færa miklar fórnir til að ná markmiðum þínum. Þú munt þurfa að fórna öllu skemmtana lífi í marga mánuði eða jafnvel ár.
Tíma með vinum, utanlandsferðum, flottum fötum, jafnvel tíma með fjölskyldunni.

Árið 2020 var ég 10 mánuði að heiman, frá börnum mínum og konu. Þetta gerði ég vegna þess að ég hef mína drauma og markmið.

En afraksturinn verður svo geggjaður! Passaðu að láta ekki hausinn stoppa þig. Haltu einbeitningu og horfðu alltaf á drauminn og markmiðalistann. Þannig kemstu í gegnum þetta.

⦁ Þú þarft að vinna, vinna, vinna, vinna og vinna!

Ekki halda í eina sekúndu að þetta muni verða auðvelt! Þú þarft sko að vinna fyrir þessu. Þú þarft að vinna í 12-24 klst á sólahring í vikur eða marga mánuði.

Svona nærðu árangri. Á meðan hinir sofa, þá vinnur þú!

Ef þú ætlar að reyna fara einhverja auðvelda leið, þá er nákvæmlega ekkert að fara gerast hjá þér.

⦁ Ekki vera hrædd/ur við að mistakast.

Þér mun mistakast einhvern tímann í lífinu. Þér hefur oft mistekist áður í lífinu og þú þarft að venjast því.
Þú þarft að venjast því að mistakast og standa upp aftur.
Allir stærstu viðskiptamenn í heiminum hafa lagt þetta í vana sinn.

Þú þarft alltaf að standa upp aftur og lærðu af reynslunni!
Öll mistök eru reynsla. Taktu reynsluna með þér og gerðu betur.

⦁ Læra og æfa.

Þú þarft að læra og æfa þig. Lestu allar bækur sem þú kemst yfir, hlustaðu á hljóðbækur, takstu námskeið og æfðu þig.
Skóli og menntun er ekki skilyrði fyrir að ná árangri í viðskiptum.

Í stað þess að hlusta á tónlist, hlustaðu á hljóðbækur. Í stað þess að horfa á sjónvarpið, lestu bækur. Í stað þess að fara út með vinum, taktu námskeið.

Ekki vera hrædd við að eyða smá peningum í að læra og auka þekkinguna.
Þú færð þetta svo margfalt til baka.

⦁ Samfélagsmiðlar og samfélagsnet

Hvernig lítur samfélagsmiðillinn þinn út? Til hvers notar þú Instagram? Ertu að fylgjast með öllu slúðrinu? Veistu allt um eitthvað sem skiptir engu máli?

Notaðu samfélagsmiðlana rétt. Vertu með allt á tæru í viðskiptum og hvernig á að ná árangri. Fylltu allt í kringum þig að fólki sem hefur náð árangri.

Hvernig er vinanetið þitt? Líf þitt endurspeglast af fólkinu sem þú ert með í kringum þig.