VIÐ HÖNNUM OG SMÍÐUM STAFRÆNAR VÖRUR
SEM HJÁLPA FYRIRTÆKJUM AÐ VAXA

Búðu til fleiri sölur úr heimsóknum þínum. Við hjálpum þér að auka sölurnar þínar og ná markmiðum þínum. Hvort sem það er að búa til nýja heimasíðu, laga núverandi heimasíðu, smíða og/eða hanna forrit, leitarvélabesta heimasíðuna, búa til efni fyrir síðuna/forrit eða almenn ráðgjöf í fyrirtækjarekstri.

Vefsíðugerð

Vefsíða er klárlega ein af mikilvægustu eignum fyrirtækja og einstaklinga í rekstri. Vefsíður tengja saman fyrirtæki við kúnna og í mörgum tilfellum sjá um að selja þjónustuna. Þess vegna þarftu að passa að vefsíðan sé upp á 10.
Fáðu fagmenn í að hanna, smíða og sjá um viðhald á þinni vefsíðu.

Við gerum tilboð í verkið og rukkum ekkert umfram það. Við sjáum til þess að allir ganga frá borðinu sáttir og hættum ekki fyrr en svo er.

Almenn ráðgjöf og aðstoð

Ertu að stofna fyrirtæki í fyrsta sinn og veist ekki hvar á að byrja eða hvað skal gera? Ertu búinn að stofna fyrirtæki og veist ekki hvernig þú átt að sækja viðskiptavinina?

Allt í góðu. Við byrjuðum öll einhverstaðar.Við hjá AskEmbla vitum nákvæmlega hvernig á að byrja úr engu og búa til fyrirtæki með mikla veltu.

Heyrðu í okkur og fáðu aðstoð að láta þitt fyrirtæki vaxa og ná nýjum hæðum.

Smíða snjallsímaforrit(app)

Það eru allir komnir með snjallsíma í dag og það eru alltaf að verða fleiri og fleiri snjallsímaforrit til. Það vilja líka alltaf fleiri og fleiri láta smíða snjallsímaforrit fyrir sig og vita ekki hvert þeir eiga að leita.

AskEmbla teymið er með reynslumikla forritara og hönnuði í sínu liði sem geta smíðað snjallsímaforrit fyrir bæði Android og iOS(apple) Við getum einnig séð um almennt viðhald á snjallsímaforritum.

NÁNAST ALLT SEM VIÐKEMUR ÞVÍ AÐ LÁTA FYRIRTÆKI VAXA
AÐSTOÐUM VIÐ MEÐ

Slagorð okkar er að búa til fleiri sölur úr heimsóknum sem þú færð. Það er svo sannarlega markmiðið hjá öllum sem eru í rekstri og þú ert ekkert undanskyld/ur því. Með þjónustu okkar þá hjálpum við þér að ná þessu markmiði. Stóri plúsinn við okkur er að við vitum hvernig á að ná árangri í fyrirtækjarekstri og getum gefið mjög góð ráð í því.

Efnismarkaðssetning

Til þess að ná árangri með heimasíðu þína, þá þarftu að hafa hana sexy. Þú þarft að hafa texta, myndir og allt efni á síðunni flott og í réttu flæði. Efnið sem er á síðunni þinni er einn stærsti parturinn í því að ná til viðskiptavinar þíns.

Viltu gera heimsóknir þínar að fleiri sölum? Þá er þetta einn mikilvægasti hlekkurinn.

Markaðssetning

Það er mikil reynsla innan okkar að setja á laggirnar fyrirtæki og heimasíður. Við vitum hvað þarf til að byggja fyrirtæki frá grunni og getum ráðlagt og aðstoðað við það.

Ekki fara út og gera bara eitthvað. Þannig hendirðu pening út í loftið og uppskerð engan árangur.

Nútíma hönnun

Áður en þú ferð af stað þurfa ákveðnir hlutir að vera tilbúnir og í lagi. Eins og allt auglýsingarefni, logo þitt og fleira. Það getur verið misjafnt hvað fyrirtæki eða einstaklingar eru að fara út í, en það er mikilvægt að allt sé gert upp á 10.

Við hjálpum þér að gera allt klárt

HEYRÐU Í OKKUR

SENDU OKKUR SKILABOÐ

Við viljum alltaf heyra í metnaðarfullum einstaklingum eða fyrirtækjum. Það er alltaf gaman að vinna með nýjar hugmyndir og nýju fólki. Ekki hika við að senda á okkur og spyrja að hverju sem er 🙂