Viltu ná ævintýralegum árangri með fyrirtækið þitt?
Hér eru 7 ráð til þess!
Ég hef verið í þeirri stöðu að velta fyrir mér hvers vegna fyrirtækið mitt sé ekki að vaxa eins og öll hin.
Hvers vegna eru þau að ná árangri en ekki ég?
Þetta er í raun rosalega einfalt, þó það sé ekki augljóst.
Þú þarft allavega að fá þráhyggju fyrir því að koma fyrirtækinu þínu upp um stig.
Ekki sitja bara og horfa á alla hina fá öll viðskiptin sem þú gætir og ÆTTIR að vera fá!
⦁ Að sækja viðskiptavini án þess að borga krónu fyrir það
Þú þarft að vera rosalega útsjónarsamur og hugsa út fyrir kassann.
Viðskiptavinurinn labbar ekki bara til þín án þess að þú hafir nokkuð fyrir því að sækja hann.
Þú þarft að fara út og sækja hann! En hvernig?
Þú getur gert það án þess að eyða krónu, en það fer mikill tími í það.
Sendu tölvupósta, hringdu símtöl og farðu í heimsóknir.
Þetta er ekkert flókið. Þú þarft að koma þér rassgatinu, fara út úr þægindakassanum þínum og gera það sem þú nennir ekki að gera.
⦁ Ekki gera allt sjálfur!
Ok. Þegar maður er alveg nýbyrjaður, þá þarf maður að gera nánast allt sjálfur.
En í sum verk er best að fá fagaðila. Ekki spara peninga.
Fáðu fagaðila í að smíða vefsíðu fyrir þig til dæmis. Ekki nema þú kunnir að forrita sjálf/ur.
Fáðu bókara til að sjá um bókhaldið. Ekki reyna einu sinni að sjá um það sjálf/ur. Eyddu frekar þínum tíma í mikilvægari hluti eins og að sækja fleiri viðskipti.
Gerðu það sem þú ert góð/ur í að gera og láttu aðra sjá um það sem þú ert alls ekki góð/ur í að gera. Annars ertu bara að eyða mikilvægum tíma í vitleysu.
⦁ Fjárfestu með gróðanum
Ekki taka pening út úr fyrirtækinu. Notaðu gróðan í að búa til meiri pening.
Ekki vera þessi týpíski Íslendingur sem er kominn á rándýran Benz jeppa eða Range Rover eftir að það kemur einhver smá gróði.
Þetta er eins vitlaust og það getur verið.
Notaðu peninginn í að búa til meiri pening.
⦁ Samfélagsmiðlar og auglýsingar
Ef að þú ætlar að ná einhverjum árangri í sölum, þá þarf allt auglýsingaefni á t.d. samfélagsmiðlum að vera í lagi.
Fáðu einhvern sem hefur náð geggjuðum árangri í að búa til markaðsefni til að búa það til fyrir þig.
Annars geturðu bara verið að henda pening út í loftið!
⦁ Tengsl
Þú þarft að vera dugleg/ur að búa þér til gott network.
Þú þarft að kynnast fólki í sama geira og þú. Vera vinur þeirra. Þetta er gríðarlega mikilvægt.
Ekki halda að þú munir ná einhverjum árangri án þess að mynda þér sterk og stór tengsl í þeim geira sem þú ert í.
⦁ Orðspor
Þú verður að búa þér til gott orðspor.
Fólk talar. Vinir eiga vini sem eiga vini. Fólk talar sín á milli og er alltaf að spyrja hvert það eigi að leita til að eiga viðskipti.
Fólk póstar mikið á samfélagsmiðlum og sérstaklega ef það er óánægt með eitthvað.
Þú vilt ekki vera í status þar sem fólk er óánægt.
Búðu til gott orðspor og legðu mikla áherslu á að viðskiptavinir fari ánægðir frá þér.
⦁ Vinna!
Þú þarft að vinna eins og þú sért að bjarga lífi þínu, fjölskyldu þinnar og vina.
Vinna í 18-24 klst oft. Sérstaklega fyrstu mánuðina eða árið.
Ég sá fjölskyldu mína nánast ekkert í 2 ár.
Afraksturinn verður þess virði.
Ekki halda í eina sekúndu að eitthvað ævintýralegt gerist hjá þér, ef þú hefur ekki fyrir því!