9 Frábær ráð fyrir hina geggjuðu vefsíðu! - AskEmbla

9 Frábær ráð fyrir hina geggjuðu vefsíðu!

Þú ert eflaust að velta fyrir þér hvað þarf til að vefsíðan þín verði upp á 10.
Viljum við það ekki öll?

Það eru bara of margir þarna úti sem eru að selja þjónustu en vita ekkert hvað þeir eru að gera.

Vandamálið er einfalt. Það eru fullt af grafískum hönnuðum þarna úti og vefsíðu hönnuðum sem vilja hanna fyrir þig og taka peningana þína.
Hafa þeir samt lært sálfræði á bakvið sölu á netinu? Sálfræði í hönnunni, texta og myndum?

Svarið er einfalt. NEI.

 

Ég veit alveg í hvaða sporum þú ert. Ég hef verið þar sjálfur.

Ég hef hins vegar lært sálfræði á bakvið sölu á netinu, lært hvernig á að hanna vefi þannig að þeir selji. Stilla öllu rétt upp.

Það er nefnilega mikil sálfræði á bakvið allt og mikil vinna.

Fallegar vefsíður selja ekki fyrir þig.
Það eru orðin sem selja. Það er hönnunin. Sálfræðin á bakvið hönnunina sem selja!

Ég ætla að gefa þér frábær ráð um hvernig þú getir lagfært þinn vef sjálf/ur.

 

⦁ Ekki nota stock myndir!

Stock myndir eru myndir sem þú færð bæði ókeypis eða kaupir á netinu. Hafðu allt efnið þitt einstakt, í takt við allt sem þú ert að gera, tala um og hafðu myndirnar persónulegar.

⦁ Allt litaflæði á vefnum sé rétt.

Það er mikilvægt að litirnir á vefnum meiki sense. Ekki hafa einhverja liti sem eru út úr kú.
Hvað ertu líka að selja? Ertu að selja royal vörur?
Hvaða viðskiptavin ertu að reyna fá? Pældu í litum og litablöndum.

⦁ Hvað er það fyrsta sem viðskiptavinurinn sér þegar hann kemur inn á vefinn þinn?

Veit mögulegur viðskiptavinur strax og hann kemur inn á vefinn, hvað hann er að fara fá frá þér án þess að hugsa?
Ekki láta hann brenna kaloríum við að finna út hvað þú ert að bjóða.
Ekki láta hann eyða mörgum sekúndum í að finna það út.
Láttu það fyrsta sem hann sér, vera það sem hann ætlar að kaupa.

⦁ Hvað ertu að bjóða upp á á vefnum?

Hvað ertu að selja? Er það nógu skýrt?
Hvað þarf mögulegur viðskipta vinur að skrolla langt niður áður hann sér hvað þú ert að bjóða upp á? Hvað þarf hann að fara inn á margar síður inn á vefnum til að finna það út?

Minnkaðu flækjustiginn og ekki láta hann hugsa.

⦁ Hvernig ertu að kynna þig og vöruna þína?

Enn og aftur. Ekki láta viðskiptavininn hugsa.
Hafðu allt eins einfalt og þú getur og passaðu þig að vera skýr í öllum kynningum og texta.
Engan aula húmor eða eitthvað sem þú skilur bara. Mögulegur viðskiptavinur hefur ekki tíma í það.
Hann vill bara vita hvað þú hefur upp á að bjóða og hvort hann vilji það eða ekki.

⦁ CTA hnappur

Er clear – to – action hnappur augljós? Book now, call now, buy now eða fleiri hnappar. Eru þeir augljósir og út um allan vefinn.
Þetta er mikilvægt.
Mögulegur viðskiptavinur þarf að vita að hann sé að fara kaupa hjá þér.

⦁ Headline! Þetta er eitt það mikilvægasta á vefnum.

Headline er það fyrsta sem mögulegur viðskiptavinur les þegar hann kemur inn á vefinn.
Hvað skrifarðu sem headline? Býrðu til löngun hjá honum til að skoða meira og mögulega kaupa af þér?
Headline þarf að vera stórt statement.

⦁ Texti á vefnum

Hvernig er textinn?
Þú þarft að tengjast mögulegum viðskiptavini, þú þarft að vekja tilfinningar, þú þarft að leiða hann áfram og þú þarft vekja áhuga.
Textinn er eitt það mikilvægasta á vefnum.
Það skiptir engu máli hversu falleg síðan er. Ef textinn er ekki upp á 10, þá geturðu gleymt þessu.

⦁ Ekki hafa síðuna og kaótiska

Ekki hafa of mikið af upplýsingum í einu. Ekki hafa of mikið af myndum, vörum eða texta í einu. Það getur orðið til þess að mögulegur viðskiptavinur segi bara stopp. Þetta er of mikið og fari af vefnum.

Ef þú hefur alla þessa hluti ekki í lagi, þá geturðu gleymt því að eiga einhvern séns á að vera samkeppnishæfur.

Þú munt tapa mikið af pening og tíma ef þú lagar þetta ekki.