Gerðu heimsóknir að sölum!

Gerum eitthvað geggjað saman

Markmið okkar er að búa til bestu og flottustu síðuna fyrir viðskipta vini okkar!
Þú ættir ekki að sætta þig við neitt annað en það besta.

VIÐ ERUM GO-TO AÐILAR EF ÞÚ VILT VINNA MEÐ SKEMMTILEGU, SKÖPUNARGLÖÐU, METNAÐARFULLU OG ÁREIÐANLEGU FÓLKI

Við höfum mikla reynslu í uppsetningu fyrirtækja. Alveg frá því að stofna fyrirtæki, búa til mikla veltu og einnig við að hanna og smíða flottar og árangursríkar heimasíður.

Aðal hugmyndasmiður og eigandi AskEmbla er Jóhann. Á ferðalagi sínu í fyrirtækjarekstri þá hefur hann kynnst ýmsu fólki allstaðar að úr samfélaginu. Það sem honum fannst vanta á markaðinn er fyrirtæki sem getur smíðað vefi og það kostar ekki augað úr að gera það. Einnig fyrirtæki sem getur séð um almennt viðhald á sanngjörnu verði.

Þýðir það að þetta komi niður á gæðum? ALLS EKKI!

Jóhann hefur náð að tengja saman fullt af aðilum sem hugsa það nákvæmlega sama og hann var að gera og stofnaði þetta fyrirtæki, AskEmbla.

En hvaðan kemur nafnið AskEmbla? Það kemur úr norrænum sögum. Askr og Embla voru fyrstu manneskepnurnar sem guðirnir bjuggu til. Í raun Adam og Eva norrænnar trúar.

Okkur fannst þetta einnig fullkomið nafn til að lýsa jafnréttisstefnu bæði okkar og allra í samfélaginu.
Þess vegna var þetta nafn fullkomið.

Vefsíðugerð

Vefsíða er klárlega ein af mikilvægustu eignum fyrirtækja og einstaklinga í rekstri. Vefsíður tengja saman fyrirtæki við kúnna og í mörgum tilfellum sjá um að selja þjónustuna. Þess vegna þarftu að passa að vefsíðan sé upp á 10. Fáðu fagmenn í að hanna, smíða og sjá um viðhald á þinni vefsíðu.

Við gerum tilboð í verkið og rukkum ekkert umfram það. Við sjáum til þess að allir ganga frá borðinu sáttir og hættum ekki fyrr en svo er.

Almenn ráðgjöf og aðstoð

Ertu að stofna fyrirtæki í fyrsta sinn og veist ekki hvar á að byrja eða hvað skal gera? Ertu búinn að stofna fyrirtæki og veist ekki hvernig þú átt að sækja kúnnana? Allt í góðu. Við byrjuðum öll einhverstaðar.

Við hjá AskEmbla vitum nákvæmlega hvernig á að byrja úr engu og búa til fyrirtæki með mikla veltu.

Heyrðu í okkur og fáðu aðstoð við að láta þitt fyrirtæki vaxa og ná nýjum hæðum.

Smíða snjallsímaforrit(app)

Það eru allir komnir með snjallsíma í dag og það eru alltaf að verða fleiri og fleiri snjallsímaforrit til. Það vilja líka alltaf fleiri og fleiri láta smíða snjallsímaforrit fyrir sig og vita ekki hvert þeir eiga að leita.

AskEmbla teymið er með reynslumikla forritara og hönnuði í sínu liði sem geta smíðað snjallsímaforrit fyrir bæði Android og iOS(apple) Við getum einnig séð um almennt viðhald á snjallsímaforritum.

Stór afrek í viðskiptum hafa aldrei verið afrekuð af einni manneskju. Þau eru afrekuð af frábæru teymi sem hefur aðeins eitt markmið!

Láttu okkur hjálpa þér að afreka markmið þín.

Alvöru þjónusta

  • Meira en bara smíða heimasíður

    Við erum ekki bara “smíðaðu fyrir mig heimasíðu” stofa. VIð erum meira en það. Frá degi eitt vinnum við með þér í að gera bæði heimasíðuna geggjaða og líka að aðstoða þig við að láta fyrirtækið vaxa.

  • Við erum metnaðarfull

    Það sem við stöndum fyrir er að ná hámarks árangri með viðskipta vinum okkar.

  • Hönnum eða smíðum. Hvað sem er

    Við getum komið inn í öll þrep á hönnun og smíði á vefsíðu og forritum. Segðu okkur bara hvað þú vilt. Ekkert mál.

HÖNNUN SEM ENGRA ORÐA ÞARF

REYNSLUSÖGUR

ÁNÆGÐIR VIÐSKIPTAVINIR

VINNAN OKKAR

SÝNING Á VERKUM OKKAR

Frábær þjónusta og frábær reynsla.

HEYRÐU Í OKKUR

SENDU OKKUR SKILABOÐ

Við viljum alltaf heyra í metnaðarfullum einstaklingum eða fyrirtækjum. Það er alltaf gaman að vinna með nýjar hugmyndir og nýju fólki. Ekki hika við að senda á okkur og spyrja að hverju sem er 🙂