Gerum nýju vefsíðuna þína GEGGJAÐA!

Vertu viss um að vefurinn þinn verði framúrskarandi

Hvað færðu?

  • Þú færð geggjaðan og árangursríkan vef sem eykur sölurnar þínar

  • Þú færð aðstoð við að byggja upp fyrirtæki þitt sem mun ná algjörri sérstöðu á markaðnum

  • Þú færð vef sem verður upp á 10, frá A til Ö.

  • Fallegur vefur er ekki eingöngu nóg til að selja. Það er mikil sálfræði á bakvið allt á vefnum. Texti, myndir, litir og uppsetning.

Ekki láta mögulega viðskiptavini þjóta hjá þér og tapa heilmikið af pening.

Það sem ÞÚ færð frá okkur er:

  • Allt efni inn á vefnum þínum sé þannig að viðskiptavinir þínir stoppi og versli hjá þér.
  • Þú færð aðstoð við að setja upp allan texta, myndir og hönnun á vefnum.
  • Það er mikilvægt að allt auglýsingaefni sé líka spot on. Annars geturðu verið að kasta pening út um gluggann!
  • Sem þýðir, að þú færð aðstoð við að setja upp allt markaðsefni
  • Fáðu rétta fólkið STRAX í að sjá um þín mál!

1. Byrjaðu á að senda okkur skilaboð
2. Þú segir okkur hvað þú ert að hugsa
3. Við setjum upp plan og gerum þér tilboð
4. Við framkvæmum og hjálpum þér að ná þínum markmiðum.

Hvað færðu í staðinn?

1. Þú færð vönduð vinnubrögð
2. Þú færð vefsíðu sem mun selja mikið.
3. Hugmyndir þínar verða að veruleika.
4. Þú munt ná markmiðum þínum og meira en það.

Við hjálpum þér að stækka hugmyndina þannig að þú munir ná sérstöðu og að þú verðir ráðandi á markaðnum.

Ummæli

Ótrúlega gaman að vinna með þessum strákum hjá AskEmbla. Aldrei var mér sagt að ekkert væri ómögulegt. Það var haldið áfram þangað til lausninni var náð. Miklir húmoristar líka.

KristinnFramkvæmdarstjóri, Reykjavik Outventure

Frábærir strákar að vinna með. Ég þurfti að vinna mikið með smáatriði í heimasíðunni minni og breyta mikið(fullkomnunarárátta). Upprunalega verðið breyttist aldrei og þeir voru alltaf til í að fullkomna síðuna með mér.

Elsa LindEigandi, Vistvæn Þrif

Ég var búinn að gera töluverða leit að „tölvumanni" til að setja upp heimasíðu fyrir mig þegar mér var bent á þessa stráka.Mitt vandamál var meðal annars það að ég sjálfur vissi afskaplega lítið um hvað málið snérist. Það var aldrei vandamál. Þeir leiddi mig í gegn um þetta og útskýrði hlutina fyrir mér eins og ég væri algjör byrjandi. Sem ég var. Útkoman er frábær og ég er gríðarlega ánægður með síðuna og ekki síst áframhaldandi þjónustu. Það eru aldrei nein vandamál. Hvert skipti sem ég ber upp nytt erindi er svarið: ekkert mál, ég finn lausn á þessu.
Toppþjónusta. Allt 100%.

Ævar AustfjörðStofnandi, Carnivore.is

AskEmbla sáu um að hanna og smíða nýjan vef með mataruppskriftum fyrir mig. Nýji vefurinn þurfti mikla forritun, en aldrei var það neitt mál. Þau voru mjög hjálpsöm og gerðu allt sem ég bað um.
Það sást greinilega hvað þeim þykir vænt um viðskiptavinina og verkefnin sem þau taka að sér.
Ég mæli sterklega með þeim.

Felix Gylfasonhvaderimatinn.is

Hvað gerum við?

Vefsíðugerð

Við hönnum og smíðum allar gerðir af vefsíðum

Vefverslun

Shopify, Wix, WooCommerce og hvað sem er

Uppsetning fyrirtækja

Við aðstoðum þig við að setja upp nýja fyrirtækið þitt

Endursmíðum vefi

Við getum tekið vefsíðu þína í gegn frá A – Ö og látum hana selja talsvert meira fyrir þig

App eða snjallsímaforrit

Við smíðum forrit fyrir snjallsíma

Efnismarkaðssetning

Við sjáum um allt efni inn á vefnum þínum eða í auglýsingum. Texti, myndir eða myndbönd

Grafísk hönnun

Við sjáum um alla gerð af hönnun

Markaðssetning

Við sjáum um allt sem viðkemur markaðssetningu

Verkefni okkar

9 Frábær ráð fyrir hina geggjuðu vefsíðu!

Þú ert eflaust að velta fyrir þér hvað þarf til að vefsíðan þín verði upp á 10.
Viljum við það ekki öll?

Það eru bara of margir þarna úti sem eru að selja þjónustu en vita ekkert hvað þeir eru að gera.

Vandamálið er einfalt. Það eru fullt af grafískum hönnuðum þarna úti og vefsíðu hönnuðum sem vilja hanna fyrir þig og taka peningana þína.
Hafa þeir samt lært sálfræði á bakvið sölu á netinu? Sálfræði í hönnunni, texta og myndum?

Svarið er einfalt. NEI.

 

Ég veit alveg í hvaða sporum þú ert. Ég hef verið þar sjálfur.

Ég hef hins vegar lært sálfræði á bakvið sölu á netinu, lært hvernig á að hanna vefi þannig að þeir selji. Stilla öllu rétt upp.

Það er nefnilega mikil sálfræði á bakvið allt og mikil vinna.

Fallegar vefsíður selja ekki fyrir þig.
Það eru orðin sem selja. Það er hönnunin. Sálfræðin á bakvið hönnunina sem selja!

Ég ætla að gefa þér frábær ráð um hvernig þú getir lagfært þinn vef sjálf/ur.

 

⦁ Ekki nota stock myndir!

Stock myndir eru myndir sem þú færð bæði ókeypis eða kaupir á netinu. Hafðu allt efnið þitt einstakt, í takt við allt sem þú ert að gera, tala um og hafðu myndirnar persónulegar.

⦁ Allt litaflæði á vefnum sé rétt.

Það er mikilvægt að litirnir á vefnum meiki sense. Ekki hafa einhverja liti sem eru út úr kú.
Hvað ertu líka að selja? Ertu að selja royal vörur?
Hvaða viðskiptavin ertu að reyna fá? Pældu í litum og litablöndum.

⦁ Hvað er það fyrsta sem viðskiptavinurinn sér þegar hann kemur inn á vefinn þinn?

Veit mögulegur viðskiptavinur strax og hann kemur inn á vefinn, hvað hann er að fara fá frá þér án þess að hugsa?
Ekki láta hann brenna kaloríum við að finna út hvað þú ert að bjóða.
Ekki láta hann eyða mörgum sekúndum í að finna það út.
Láttu það fyrsta sem hann sér, vera það sem hann ætlar að kaupa.

⦁ Hvað ertu að bjóða upp á á vefnum?

Hvað ertu að selja? Er það nógu skýrt?
Hvað þarf mögulegur viðskipta vinur að skrolla langt niður áður hann sér hvað þú ert að bjóða upp á? Hvað þarf hann að fara inn á margar síður inn á vefnum til að finna það út?

Minnkaðu flækjustiginn og ekki láta hann hugsa.

⦁ Hvernig ertu að kynna þig og vöruna þína?

Enn og aftur. Ekki láta viðskiptavininn hugsa.
Hafðu allt eins einfalt og þú getur og passaðu þig að vera skýr í öllum kynningum og texta.
Engan aula húmor eða eitthvað sem þú skilur bara. Mögulegur viðskiptavinur hefur ekki tíma í það.
Hann vill bara vita hvað þú hefur upp á að bjóða og hvort hann vilji það eða ekki.

⦁ CTA hnappur

Er clear – to – action hnappur augljós? Book now, call now, buy now eða fleiri hnappar. Eru þeir augljósir og út um allan vefinn.
Þetta er mikilvægt.
Mögulegur viðskiptavinur þarf að vita að hann sé að fara kaupa hjá þér.

⦁ Headline! Þetta er eitt það mikilvægasta á vefnum.

Headline er það fyrsta sem mögulegur viðskiptavinur les þegar hann kemur inn á vefinn.
Hvað skrifarðu sem headline? Býrðu til löngun hjá honum til að skoða meira og mögulega kaupa af þér?
Headline þarf að vera stórt statement.

⦁ Texti á vefnum

Hvernig er textinn?
Þú þarft að tengjast mögulegum viðskiptavini, þú þarft að vekja tilfinningar, þú þarft að leiða hann áfram og þú þarft vekja áhuga.
Textinn er eitt það mikilvægasta á vefnum.
Það skiptir engu máli hversu falleg síðan er. Ef textinn er ekki upp á 10, þá geturðu gleymt þessu.

⦁ Ekki hafa síðuna og kaótiska

Ekki hafa of mikið af upplýsingum í einu. Ekki hafa of mikið af myndum, vörum eða texta í einu. Það getur orðið til þess að mögulegur viðskiptavinur segi bara stopp. Þetta er of mikið og fari af vefnum.

Ef þú hefur alla þessa hluti ekki í lagi, þá geturðu gleymt því að eiga einhvern séns á að vera samkeppnishæfur.

Þú munt tapa mikið af pening og tíma ef þú lagar þetta ekki.

Viltu ná ævintýralegum árangri með fyrirtækið þitt?
Hér eru 7 ráð til þess!

Ég hef verið í þeirri stöðu að velta fyrir mér hvers vegna fyrirtækið mitt sé ekki að vaxa eins og öll hin.
Hvers vegna eru þau að ná árangri en ekki ég?

Þetta er í raun rosalega einfalt, þó það sé ekki augljóst.
Þú þarft allavega að fá þráhyggju fyrir því að koma fyrirtækinu þínu upp um stig.
Ekki sitja bara og horfa á alla hina fá öll viðskiptin sem þú gætir og ÆTTIR að vera fá!

⦁ Að sækja viðskiptavini án þess að borga krónu fyrir það

Þú þarft að vera rosalega útsjónarsamur og hugsa út fyrir kassann.
Viðskiptavinurinn labbar ekki bara til þín án þess að þú hafir nokkuð fyrir því að sækja hann.
Þú þarft að fara út og sækja hann! En hvernig?

Þú getur gert það án þess að eyða krónu, en það fer mikill tími í það.

Sendu tölvupósta, hringdu símtöl og farðu í heimsóknir.
Þetta er ekkert flókið. Þú þarft að koma þér rassgatinu, fara út úr þægindakassanum þínum og gera það sem þú nennir ekki að gera.

⦁ Ekki gera allt sjálfur!

Ok. Þegar maður er alveg nýbyrjaður, þá þarf maður að gera nánast allt sjálfur.
En í sum verk er best að fá fagaðila. Ekki spara peninga.
Fáðu fagaðila í að smíða vefsíðu fyrir þig til dæmis. Ekki nema þú kunnir að forrita sjálf/ur.

Fáðu bókara til að sjá um bókhaldið. Ekki reyna einu sinni að sjá um það sjálf/ur. Eyddu frekar þínum tíma í mikilvægari hluti eins og að sækja fleiri viðskipti.

Gerðu það sem þú ert góð/ur í að gera og láttu aðra sjá um það sem þú ert alls ekki góð/ur í að gera. Annars ertu bara að eyða mikilvægum tíma í vitleysu.

⦁ Fjárfestu með gróðanum

Ekki taka pening út úr fyrirtækinu. Notaðu gróðan í að búa til meiri pening.
Ekki vera þessi týpíski Íslendingur sem er kominn á rándýran Benz jeppa eða Range Rover eftir að það kemur einhver smá gróði.

Þetta er eins vitlaust og það getur verið.

Notaðu peninginn í að búa til meiri pening.

⦁ Samfélagsmiðlar og auglýsingar

Ef að þú ætlar að ná einhverjum árangri í sölum, þá þarf allt auglýsingaefni á t.d. samfélagsmiðlum að vera í lagi.
Fáðu einhvern sem hefur náð geggjuðum árangri í að búa til markaðsefni til að búa það til fyrir þig.
Annars geturðu bara verið að henda pening út í loftið!

⦁ Tengsl

Þú þarft að vera dugleg/ur að búa þér til gott network.
Þú þarft að kynnast fólki í sama geira og þú. Vera vinur þeirra. Þetta er gríðarlega mikilvægt.
Ekki halda að þú munir ná einhverjum árangri án þess að mynda þér sterk og stór tengsl í þeim geira sem þú ert í.

⦁ Orðspor

Þú verður að búa þér til gott orðspor.
Fólk talar. Vinir eiga vini sem eiga vini. Fólk talar sín á milli og er alltaf að spyrja hvert það eigi að leita til að eiga viðskipti.
Fólk póstar mikið á samfélagsmiðlum og sérstaklega ef það er óánægt með eitthvað.
Þú vilt ekki vera í status þar sem fólk er óánægt.

Búðu til gott orðspor og legðu mikla áherslu á að viðskiptavinir fari ánægðir frá þér.

⦁ Vinna!

Þú þarft að vinna eins og þú sért að bjarga lífi þínu, fjölskyldu þinnar og vina.
Vinna í 18-24 klst oft. Sérstaklega fyrstu mánuðina eða árið.

Ég sá fjölskyldu mína nánast ekkert í 2 ár.
Afraksturinn verður þess virði.
Ekki halda í eina sekúndu að eitthvað ævintýralegt gerist hjá þér, ef þú hefur ekki fyrir því!

Hvað þarf til að ná árangri í viðskiptum? 7 „LEYNDARMÁL“ til að ná árangri!

Margir velta því fyrir sér hvers vegna sumir ná árangri í viðskiptum, já eða bara í lífinu almennt, og aðrir ekki.

Eru einhver leyndarmál?
Eru þau svona vel menntuð eða svona mikið gáfaðri og klárari en við?

Hvað verður til þess að þau ná árangri?

Ég er búinn að setja saman lista yfir nokkur af helstu „Leyndarmálunum“ eða lykil atriðunum að leið til árangurs.

 ⦁ Þú þarft að vera óhræddur við að taka áhættur.

Þetta er fyrsta og eitt mikilvægasta atriðið ef þú ætlar að ná árangri í einhverju. Ef þú ert ekki tilbúinn að gefa allt upp á bátinn og taka skrefið að hætta í 9-5 vinnunni þinni og jafnvel að leggja allt í lífinu þínu að veði til þess að láta drauma þína rætast, þá er þetta ekki fyrir þig.

Ekki vera hræddur við að taka skrefið. Viltu lifa drauma einhvers annars allt þitt líf eða viltu fara lifa þínum draumum?

 ⦁ Setja þér markmið.

Þú þarft að setja þér markmið.

Það getur verið rosalega misjafnt hvað fólk stefnir að, en þú þarft að byrja á að finna út hvað það er.

Eftir að þú hefur fundið út hvað það er, skrifaðu niður markmiðið.
Ekki bara skrifa niður markmiðin þín í viðskiptum, heldur í lífinu öllu. Hvernig ætlarðu að ná þessum markmiðum?
Skrifaðu niður hvernig þú ætlar að ná þeim.

Vaknaðu síðan á hverjum morgni og skrifaðu þessi markmið aftur og aftur og aftur. Þú færð algjöra þráhyggju fyrir markmiðunum og hugsar ekki um neitt annað.
Svona finnurðu út hvernig þú nærð þessum markmiðum. Vegna þess að það kemst ekkert annað að í hausnum á þér.

 ⦁ Fórnir

Þú þarft að færa miklar fórnir til að ná markmiðum þínum. Þú munt þurfa að fórna öllu skemmtana lífi í marga mánuði eða jafnvel ár.
Tíma með vinum, utanlandsferðum, flottum fötum, jafnvel tíma með fjölskyldunni.

Árið 2020 var ég 10 mánuði að heiman, frá börnum mínum og konu. Þetta gerði ég vegna þess að ég hef mína drauma og markmið.

En afraksturinn verður svo geggjaður! Passaðu að láta ekki hausinn stoppa þig. Haltu einbeitningu og horfðu alltaf á drauminn og markmiðalistann. Þannig kemstu í gegnum þetta.

⦁ Þú þarft að vinna, vinna, vinna, vinna og vinna!

Ekki halda í eina sekúndu að þetta muni verða auðvelt! Þú þarft sko að vinna fyrir þessu. Þú þarft að vinna í 12-24 klst á sólahring í vikur eða marga mánuði.

Svona nærðu árangri. Á meðan hinir sofa, þá vinnur þú!

Ef þú ætlar að reyna fara einhverja auðvelda leið, þá er nákvæmlega ekkert að fara gerast hjá þér.

⦁ Ekki vera hrædd/ur við að mistakast.

Þér mun mistakast einhvern tímann í lífinu. Þér hefur oft mistekist áður í lífinu og þú þarft að venjast því.
Þú þarft að venjast því að mistakast og standa upp aftur.
Allir stærstu viðskiptamenn í heiminum hafa lagt þetta í vana sinn.

Þú þarft alltaf að standa upp aftur og lærðu af reynslunni!
Öll mistök eru reynsla. Taktu reynsluna með þér og gerðu betur.

⦁ Læra og æfa.

Þú þarft að læra og æfa þig. Lestu allar bækur sem þú kemst yfir, hlustaðu á hljóðbækur, takstu námskeið og æfðu þig.
Skóli og menntun er ekki skilyrði fyrir að ná árangri í viðskiptum.

Í stað þess að hlusta á tónlist, hlustaðu á hljóðbækur. Í stað þess að horfa á sjónvarpið, lestu bækur. Í stað þess að fara út með vinum, taktu námskeið.

Ekki vera hrædd við að eyða smá peningum í að læra og auka þekkinguna.
Þú færð þetta svo margfalt til baka.

⦁ Samfélagsmiðlar og samfélagsnet

Hvernig lítur samfélagsmiðillinn þinn út? Til hvers notar þú Instagram? Ertu að fylgjast með öllu slúðrinu? Veistu allt um eitthvað sem skiptir engu máli?

Notaðu samfélagsmiðlana rétt. Vertu með allt á tæru í viðskiptum og hvernig á að ná árangri. Fylltu allt í kringum þig að fólki sem hefur náð árangri.

Hvernig er vinanetið þitt? Líf þitt endurspeglast af fólkinu sem þú ert með í kringum þig.

Blogg

Með verkefni í huga?

Segðu okkur frá því!